Mjög vel heppnuð nýnemahátíð
06.09.2013
"Við erum mjög ánægð með hvernig til tókst. Ég gat ekki betur séð en að allir skemmtu sér hið besta," segir Hólmfríður Lilja Birgisdóttir, formaður Þórdunu - nemendafélags VMA um nýnemahátíð sem haldin var í skólanum í gær. Alla vikuna hafa verið uppákomur í þágu nýnema og punkturinn yfir i-ið var síðan fjölbreytt og vel heppnuð skemmtun inni í skólanum og á lóðinni fyrir sunnan hann.
"Við erum mjög ánægð með hvernig til tókst. Ég gat ekki betur séð en að allir skemmtu sér hið besta," segir Hólmfríður Lilja Birgisdóttir, formaður Þórdunu - nemendafélags VMA um nýnemahátíð sem haldin var í skólanum í gær. Alla vikuna hafa verið uppákomur í þágu nýnema og punkturinn yfir i-ið var síðan fjölbreytt og vel heppnuð skemmtun inni í skólanum og á lóðinni fyrir sunnan hann.
Hefðbundin kennsla var felld niður eftir klukkan tólf hjá nýnemum og klukkan eitt hjá þeim eldri. Sett
var upp draugahús inni í skólanum og fyrir sunnan skólann var komið fyrir ýmsum leiktækjum þar sem viðstaddir skemmtu sér hið besta.
Einnig var þar boðið upp á kandífloss, pylsur og gos. Nemendahátíðin var til klukkan 16 en eftir það var fjölskylduhátíð
til klukkan 18 þar sem fólk utan úr bæ gat komið og skemmt sér í leiktækjunum.
"Við sem erum í nýrri stjórn Þórdunu fórum strax að hugsa um það síðastliðið vor að hafa
nýnemahátíðina okkar í ár á þessum nótum og að því höfum við síðan unnið að undanförnu.
Fyrir tveimur árum var hér lögð af busavígsla sem hafði tíðkast lengi og gekk meðal annars út á, eins og í sumum öðrum
framhaldsskólum, að niðurlægja nýnema. Í fyrra var farin önnur leið sem gekk ekki alveg nógu vel en ég tel að reynslan af
hátíðinni í ár hafi sýnt að við höfum stigið farsælt skref. Við erum stolt af því að hafa fyrst
framhaldsskóla valið að bjóða nýnema velkomna í skólann okkar á þennan skemmtilega hátt," segir Hólmfríður
Lilja.
Hér eru myndir sem voru teknar á nýnemahátíðinni í gær.