Fara í efni

Mugison verkefni nemenda á listnámsbraut

p { margin-bottom: 0.21cm; } Þessa dagana má sjá verk nemenda úr LIM103 á stigapalli listnámsbrautarinnar. Verk þessi voru unnin eftir að tónlistarmaðurinn Mugison hélt fyrirlestur á okkar vegum og áttu nemendur að vinna verk sem tjáðu upplifun þeirra af fyrirlestrinum.

Þessa dagana má sjá verk nemenda úr LIM103 á stigapalli listnámsbrautarinnar. Verk þessi voru unnin eftir að tónlistarmaðurinn Mugison hélt fyrirlestur á okkar vegum og áttu nemendur að vinna verk sem tjáðu upplifun þeirra af fyrirlestrinum.



Þau áttu semsé að setja það sem þau annars myndu tjá í orðum yfir í annan miðil að eigin vali. Þær Snædís og Guðbjörg bökuðu og báru fram skrautlegar Mugison muffins sem sjá má myndir af og Bjarney Anna Jóhannesdóttir vann disk með sinni eigin tónlist þar sem hún semur, spilar, syngur, tekur upp og vinnur umslag.

 

Svo voru prjónaðar peysur, húfur, vettlingar og kind... og svo unnar teikningar og málverk.

 

Verið velkomin að líta við !

Nokkrar myndir frá sýningunni eru hér