Myndir frá flottri árshátíð VMA
Það var sannarlega líf og fjör á flottri árshátíð VMA sl. fimmtudagskvöld í Íþróttahöllinni á Akureyri. Fjölmargir mættu á hátíðina í sínu fínasta pússi, bæði nemendur og starfsmenn, og úr varð mikil skemmtun sem vert er að hrósa nemendafélaginu Þórdunu fyrir og öllum sem að stóðu.
Einn af hápunktum kvöldsins var frumflutningur á nýju VMA-lagi. Heiðurinn af laginu eiga Þórduna, JóiPé, Hafdís Inga Kristjánsdóttir og Sprite Zero Klan. Lagið heitir Akureyri og er aðgengilegt á tónlistarveitunni Spotify og Youtube.
Hilmar Friðjónsson og Árni Már Árnason voru með myndavélarnar á lofti á árshátíðinni og tóku fullt af myndum.
Myndaalbúm 1 - Hilmar (stúdíómyndir)
Myndaalbúm 2 - Hilmar (stúdíómyndir)
Myndaalbúm 3 - Hilmar (stúdíómyndir)
Myndaalbúm 4 - Árni Már (skemmtiatriði)
Myndaalbúm 5 - Árni Már (skemmtiatriði)
Myndaalbúm 6 - Árni Már (skemmtiatriði)
Myndaalbúm 7 - Myndaboxið