Myndir úr nýnemaferðinni - nýnemahátíð og nýnemaball
30.08.2018
Nýnemaferðin í gær tókst með miklum ágætum. Það hefði kannski mátt vera örlítið hlýrra í veðri en það er ekki á allt kosið þegar veðurguðirnir eru annars vegar. Hera Finnbogadóttir var með myndavélina á lofti í gær og tók þessar skemmtilegu myndir í ferðinni.
Áfram verður nýnemum fagnað í dag, fimmtudag, þegar efnt verður til nýnemahátíðar í Gryfjunni. Nemendafélagið Þórduna sér um skemmtiatriði og síðan verður öllum nemendum og starfsfólki boðið til grillveislu. Vegna þessa fellur kennsla niður í tímaparinu 11.25-13.15. Að öðru leyti verður kennsla samkvæmt stundaskrá í dag kl. 08:15-11.20 og síðan að nýnemahátíðinni lokinni kl. 13.15-16.10.
Í kvöld stendur Nemendafélagið Þórduna síðan fyrir árlegu nýnemaballli á Pósthúsbarnum kl. 21. Húsið verður opnað kl. 20.30. Miðaverð kr. 1.500. DJ Sveinbjörn og DJ Dagur sjá um tónlistina. Ath. að ölvun ógildir aðgöngumiðann.