Nám í pípulögnum
Fyrirhugað er að bjóða uppá nám í pípulögnum á vorönn 2023, ef næg þátttaka fæst. Miðað er við að nemandi hafi náð 23 ára aldri og/eða hafi viðeigandi starfsreynslu. Æskilegt er að nemendur séu komnir á námssamning eða hafi samningsloforð. Nemendur sem hafa undirgengist raunfærnimat fá viðkomandi áfanga metna. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.
Miðað verður við kennslu faggreina tvo til þrjá daga í viku mánudaga til miðvikudaga. Almennar greinar, t.d. íslensku og stærðfræði, þurfa nemendur að taka í dagskóla, fjarnámi eða hjá símenntunarmiðstöðvum en æskilegt er að almennum greinum sé að mestu lokið.
Námið er þrjár annir í skóla. Til viðbótar við skólatímann kemur áskilinn samningur hjá meistara þar sem nemendur vinna að verkþáttum skv. rafrænni ferilbók.
Umsóknarfrestur er til 28.október.
Nánari upplýsingar um námið veitir Anna María Jónsdóttir, sviðsstjóri verknáms VMA á netfanginu anna.m.jonsdottir@vma.is