Nám í pípulögnum á vorönn 2023
09.08.2022
Stefnt er að því að hefja kennslu í pípulögnum á vorönn 2023 ef allt gengur að óskum.
Til þess að hefja nám í pípulögnum þarf að hafa lokið grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina eða sambærilegu námi (almennum greinum, efnisfræði, grunnteikningu og vinnuvernd) . Námið verður væntanlega sett upp með svipuðu sniði og undanfarin ár þ.e. samþjöppuð kennsla á tvo til þrjá virka daga á dagvinnutíma. Horft verður til starfsreynslu í faginu, ásamt mögulegri samningsstöðu auk fyrra náms við inntöku. Nánari upplýsingar um málið munu birtast á heimasíðu skólans í októberbyrjun.
Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri anna.m.jonsdottir@vma.is