Nám og kennsla út haustönn 2020
Nám og kennsla út haustönn 2020
Þær breytingar sem urðu á sóttvarnareglum 18. nóvember hafa ekki mikil áhrif á skólastarf í VMA eins og það hefur verið síðustu vikur. Smitum í samfélaginu hefur sem betur fer fækkað og vonandi náum við að halda áfram á þeirri leið og koma í veg fyrir frekari smit.
Með breyttum reglum hefur þó aðeins rýmkað aftur fyrir staðkennslu í iðn- og listnámi.
-
Áfangar sem þegar eru komnir í fjarkennslu halda sínu striki samkvæmt skipulagi og verða þannig út önnina.
-
Staðnám í iðn- og listgreinum
-
Áfangar sem hafa verið í staðkennslu. Kennarar hafa sent nemendum tölvupóst með upplýsingum um fyrirkomulag staðkennslu í áfanganum. Fylgist vel með tölvupósti ykkar.
-
Nám á brautabrú er samkvæmt óbreyttu skipulagi, ATH stuðningstímar á staðnum eru til stuðnings en nemendur mæta áfram í fjartíma í sínum áföngum eftir því sem við á. Einhver misskilningur hefur verið um að stuðningstímarnir séu ígildi tíma í stundatöflu í fjarkennslu en svo er ekki.
-
Nám á starfsbraut er samkvæmt upplýsingum sem hafa komið frá sviðsstjóra.
-
Gengið er inn í skólann samkvæmt því plani sem áður hefur verið kynnt.
-
Bókasafnið er opið en með fjöldatakmörkun á hverjum tíma. Nemendur þurfa að skrá nöfn sín á lista ef þeir koma á bókasafnið. Stafsfólk bókasafnsins er tilbúið að aðstoða nemendur með rafrænum hætti, s.s. ef þarf að skanna inn efni. Einnig er hægt að fá aðstoð við verkefnagerð.
-
Skrifstofa skólans er opin eins og venjulega.
-
Stoðþjónusta er óbreytt og námsráðgjafar og sálfræðingur eru með viðveru í skólanum en betra er að nemendur panti tíma ef þeir vilja hitta viðkomandi. Nemendur geta áfram nýtt sér stoðþjónustu með rafrænum hætti og eru þeir hvattir til að nýta sér stoðþjónustuna til að fá ráðleggingar og upplýsingar.
-
Upplýsingar um netföng starfsfólks í stoðþjónustu og stjórnenda má finna á heimasíðu skólans.
-
Búið er að taka þá ákvörðun að engin skrifleg lokapróf í húsnæði VMA muni fara fram í desember. Engu að síður geta verið lokapróf í áföngum í gegnum kennsluvefi og hafa kennarar tilkynnt nemendum hvort og hvernig námsmat áfanga breytist. Búið er að birta prófatöflu nemenda í Innu.
Minnt er á allar sóttvarnir og reglur sem gilda í skólanum.
-
Tveggja metra regla er í skólanum og grímuskylda í öllum rýmum hans.
-
Að hámarki eru 25 nemendur í námshóp.
-
Blöndun nemenda milli námshópa er óheimil.
-
Snertifletir eru sótthreinsaðir eftir hvern hóp og samkvæmt þeim fyrirmælum sem gilda um sótthreinsun. Nemendur taka þátt í sótthreinsun samkvæmt fyrirmælum kennara.
-
Hópamyndun er bönnuð innan skólans og nemendur eiga ekki að vera þar nema til að koma í kennslustundir.
-
Engir óviðkomandi gestir eru leyfðir í skólahúsnæðið.
Áhersla menntamálaráðherra og okkar í VMA er sú að geta haldið úti sem mestu skólastarfi í staðkennslu, en á sama tíma að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hafa skólastarfið með sem öruggustum hætti.
Stjórnendur og kennarar munu skoða möguleika á aukinni staðkennslu ef aðstæður gefa tilefni til. Nemendum verður tilkynnt það þá sérstaklega.
Allar okkar ákvarðanir eru teknar með hliðsjón af námi og framtíð nemenda. Nemendur VMA eiga miklar þakkir skilið fyrir jákvæðni og að takast á við námið sitt með gjörbreyttum hætti. Þá hafa nemendur tekið virkan þátt í sóttvörnum og farið eftir þeim reglum sem settar hafa verið. Höldum áfram á þessari leið saman.
Sigríður Huld
Skólameistari VMA