Fara í efni

Námsmatsdagur, Bifröst og haustfrí

Landnemarnir Helgi magri og Þórunn hyrna.
Landnemarnir Helgi magri og Þórunn hyrna.

Í dag, fimmtudaginn 17. október, er námsmatsdagur í VMA og því ekki hefðbundinn kennsludagur. Um daginn segir eftirfarandi á skóladagatali:

Kennarar geta kallað nemendur til sín ef þeir vilja hitta nemendur t.d. þá sem hafa misst af námsmatsþáttum. Ef kennarar boða nemendur til sín eiga nemendur að sinna því boði hvort sem það er í kennslustund, í viðtal eða til að ljúka námsmatsþætti. Sumar deildir hafa opnar vinnustofur þennan dag sem nemendur geta nýtt til að vinna upp verkefni. Það eru helst nemendur í lotunámi, kvöldskóla eða á námskeiðum sem gætu þurft að mæta í kennslustundir á námsmatsdegi og fá um það upplýsingar frá kennara. Dagskólanemendur mæta ekki í kennslustundir á námsmatsdegi. 

Á morgun er svokallaður Bifrastardagur, sem er nemendalaus dagur - þ.e. nemendur eru í fríi og mæta ekki í skólann. Kennarar nýta daginn til þess að ljúka við námsmat núna á miðri haustönn og leggja línur um námið á síðari hluta annarinnar. 

Næstkomandi mánudag og þriðjudag, 21. og 22. október, verður síðan haustfrí í VMA - bæði starfsmenn skólans og nemendur njóta frídaga.

Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá á Bleika daginn, miðvikudaginn 23. október.