Námsmatsdagur miðvikudaginn 22. nóvember
21.11.2017
Á morgun, miðvikudaginn 22. nóvember, er námsmatsdagur í skólanum. Kennarar geta boðað nemendur í viðtal vegna námsmats eða til að vinna upp verkefni. Nemanda ber að mæta í skólann ef kennari hefur óskað eftir því við hann. Kennsla samkvæmt stundatöflu fellur niður þennan dag.
Minnum á að bókasafnið er opið þennan dag eins og venjulega og hvetjum við nemendur að nýta daginn t.d. til að vinna þau verkefni sem þarf að skila nú í annarlok.
Námsmatsdagurinn er til að koma til móts við aukið vægi leiðsagnamats í námi og námsmati, sem hefur breytt verkefnaálagi tengt námsmati meira yfir alla önnina í stað þess að vera einungis í lok annar.
Nánar má sjá almennt um námsmat á heimasíðu skólans.