Nemendafélagið Þórduna hefur sölu á VMA fatnaði
06.12.2024
Nemendafélagið Þórduna hefur hleypt af stokkunum nýrri línu af VMA fatnaði í samstarfi við fatafyrirtækið RÓA. Fatnaðurinn inniheldur hettupeysu, buxur og bol, með glæsilegri hönnun eftir Anton Darra sem hefur til dæmis hannað fatnað handa Emmsjé Gauta, Aron Can, Ic Guys og fleiri þekkta artista.
Forsala er hafin og er tekið við pöntunum í hádegisfrímínútum og í gegnum þetta skjal. Fötin verða afhent á nýju ári, þannig að nemendur geta byrjað árið með stæl.
Verð á fatnaði:
• Peysa: 10.900 kr.
• Buxur: 9.900 kr.
• Bolur: 5.900 kr.
• Sett (peysa og buxur): 19.900 kr.
Hér er hægt að sjá fleiri myndir af fatnaðinum.
Ekki missa af tækifærinu til að tryggja þér þennan einstaka fatnað.