Fara í efni

Nemendur í grunndeild matvæla- og ferðagreina komnir í jólagírinn

Jólahlaðborð nemenda á matvælabraut var glæsilegt.
Jólahlaðborð nemenda á matvælabraut var glæsilegt.
Þá er farið að styttast til loka haustannar, síðasti kennsludagur verður á fimmtudag í næstu viku og síðan taka við haustannarpróf og jólafrí að þeim loknum.
 
Nemendur í grunndeild matvæla- og ferðagreina sýndu á sér sparihliðina í gær þegar verkefni dagsins var að töfra fram glæsilega jólamáltíð undir styrkri stjórn kennaranna Ara Hallgrímssonar, Marínu Sigurgeirsdóttur og Eddu Bjarkar Kristinsdóttur.
 
Þetta var sannarlega alvöru jólamáltíð, hlaðborð með köldum og heitum réttum og síðan var punkturinn settur yfir i-ið með dýrindis eftirrétti. 
 
Eftir að hafa töfrað allan þennan góða mat fram var að sjálfsögðu sest að snæðingi og buðu kennarar og nemendur nokkrum starfsmönnum skólans að njóta matarins með þeim.