Fara í efni

Nemendur og kennarar gefa uppskriftir

Íslendingar hafa mikinn áhuga á mat og matargerð. Ófáir sjónvarpsþættir eru um matargerð og núna fyrir jólin er metfjöldi bókartitla um mat og matargerð. Þessi matarástríða er að sjálfsögðu til staðar í VMA og því hefur nú verið ákveðið að bregða á leik og hefja svokallað „Uppskriftarhorn VMA“ þar sem kennarar og nemendur skora hverjir á aðra að senda inn hverskonar uppskriftir,sem verður svo hægt að nálgast hér á heimasíðunni undir „Skólinn“.

Íslendingar hafa mikinn áhuga á mat og matargerð. Ófáir sjónvarpsþættir eru um matargerð og núna fyrir jólin er metfjöldi bókartitla um mat og matargerð. Þessi matarástríða er að sjálfsögðu til staðar í VMA og því hefur nú verið ákveðið að bregða á leik og hefja svokallað „Uppskriftarhorn VMA“ þar sem kennarar og nemendur skora hverjir á aðra  að senda inn hverskonar uppskriftir,sem verður svo hægt að nálgast hér á heimasíðunni undir „Skólinn“.

Erna Gunnarsdóttir enskukennari ríður á vaðið með fyrstu uppskriftina sem er holl kaka. Jafnframt skorar Erna á Ársæl Axelsson, útskriftarnema á íþróttabraut, að koma með næstu uppskrift. Ársæll er ugglaust þegar farinn að leggja höfuðið í bleyti.

Ætlunin er að hafa nýja uppskrift hér á heimasíðunni á tveggja vikna fresti en vegna þess að langt er liðið á haustönnina verður birt ný uppskrift vikulega næstu vikur.

Uppskriftin frá Ernu Gunnarsdóttur er eftirfarandi:

Holl (ósæt) hrákaka frá Dísu í Skjaldarvík

Botn:
200 g. döðlur (best að nota döðlurnar frá Heima, koma í pappaöskjum)
100 g. möndlur og eða hnetur (ég nota bara það sem er til)
100 g. kókosmjöl (fínt)
1/2 tsk hreint vanilluduft ef vill (eða dropar)

Allt sett í matvinnsluvél. Þekið mót (ca. 20 x 30cm.) með bökunarpappír og þjappið deiginu vel í mótið.

Smyrjið botninn með grófu, hollu hnetusmjöri áður en súkkulaðið er sett á. Þegar súkkulaðibráðin er komin á setjið þið formið í frystinn og skerið svo í litla bita eftir þörfum. Þetta geymist von og viti í frystinum.

 Súkkulaðið:
1 dl kókosolía (fljótandi)
1 dl hreint kakó
1/2 dl agave sýróp

Allt hrært saman og hellt yfir kökuna.

Afar gott er að bera þetta fram með þeyttum rjóma og ferskum jarðarberjum. Tilvalið sem ósætur eftirréttur.