Fara í efni

Nemendur VMA í reisu um Austurland.

Nemendur VMA í reisu um Austurland
Nemendur VMA í reisu um Austurland
Þann 12. og 13. apríl síðastliðinn var farin vettvangsferð í áfanganum Rafmagnsfræði 554. Níu nemendur fóru í ferðina ásamt Vilhjálmi Kristjánssyni kennara.


Þann 12. og 13. apríl síðastliðinn var farin vettvangsferð í áfanganum Rafmagnsfræði 554. Níu nemendur fóru í ferðina ásamt Vilhjálmi Kristjánssyni kennara.
Lagt var á stað uppúr níu á fimmtudagsmorgun á rútu frá SBA og lá leiðin á Egilsstaði þar sem snæddur var hádegisverður. Eftir hann lá leiðin í viðarkyndistöðina á Hallormsstað, þar sem  tekið var á móti okkur og við fræddir um fyrirtækið.
Eftir heimsóknina í kyndistöðina var haldið í heimsókn í Fljótsdalsstöð, þar sem við skoðuðum alla virkjunina í bak og fyrir og fræddumst um búnað hennar.
Hópurinn í heimsókn í Fljótsdalsstöð Kárahnjúkavirkjunnar

Þá var dagskrá fimmtudagsins lokið og var því haldið í orlofshús VM að Úlfsstöðum en þar var eldaður ljúffengur kvöldverður og gist.
Á föstudaginn var svo farið í mikla skoðunarferð um álver Alcoa Fjarðaráls á Reyðarfirði. Skoðunarferðin endaði svo á hádegisverði í mötuneyti álversins.
Nemendur fræddir um hvernig íslenskur skógur er nýttur til húshitunar á Hallormstað

 

Unnar og Finnur með Iðntölvuvædda spurningakeppni


Eftir hádegisverðinn var svo haldið norður á leið
og vorum við komnir til Akureyrar um sex leytið. Hópurinn vill koma þökkum til þeirra sem tóku á móti okkur heimsóknir sem þessar eru mikilvægur liður í námi og styrkir tengsl við atvinnulífið.

Nemendur VMA í heimsókn í álveri ALCOA Fjarðaráli.