Níu nemendur í sveinsprófi í múrsmíði
Í þessari viku þreyta níu sveinar í múriðn sveinspróf í faginu. Þessir nemendur stunduðu nám sitt í byggingadeild VMA undir stjórn Bjarna Bjarnasonar, múrarameistara.
Nemendurnir níu luku námi sínu frá VMA í desember sl. en nú er komið að punktinum yfir i-ið sem er sveinsprófið. Um það sér IÐAN fræðslusetur en prófið fer fram í húsnæði Malar og sands á Akureyri. Þrír prófdómarar frá Reykjavík leggja mat á vinnu nemendanna.
Sveinsprófið í múriðn er umfangsmikið, það er alla þessa viku, frá 25. til 30. apríl, og er unnið frá morgni til kvölds. Að stórum hluta er prófið verklegt en einnig er þriggja tíma skriflegt próf.
Hér eru nánari upplýsingar um sveinsprófið.
Hér er frétt um þennan hóp nemenda í múrsmíði sem birtist hér á vef skólans í maí í fyrra.
Þessar myndir tók Helgi Valur Harðarson, brautarstjóri byggingadeildar VMA, í dag, 29. apríl, á sýningu á prófverkefnum múrsveinanna í húsnæði Malar og sands.