Nýnemadagar á Hólavatni
30.08.2023

Nýnemar og nokkrir af starfsmönnum VMA við Eddu, hið magnaða listaverk Beate Stormo sem er staðsett við Sólgarð, skammt norðan Smámunasafnsins í Eyjafjarðarsveit.
Þessi vika er tileinkuð nýnemum skólans. Í gær var hluti þeirra og starfsmanna VMA á Hólavatni þar sem var efnt til ýmissa leikja og þrauta og síðan var að sjálfsögðu boðið til grillveislu. Í dag verður sambærilegur gleðidagur á Hólavatni fyrir hinn hluta nýnemanna.
Sigríður Huld skólameistari var á Hólavatni í gær og tók þessar myndir.