Nýnemaferð í dag - nýnemahátíð á morgun
29.08.2018
Fastur liður í upphafi haustannar í VMA er að bjóða nýnema velkomna í skólann. Í morgun fóru nýnemar í fjórum rútum frá VMA ásamt fjölda kennara og annarra starfsmanna í óvissuferð út fyrir bæinn. Ferðin er hugsuð til þess að hrista hópinn saman en umfram allt til þess að eiga saman skemmtilegan og gefandi dag. Þessar myndir voru teknar við upphaf ferðarinnar á níunda tímanum í morgun.
Á morgun, fimmtudag, verður síðan efnt til nýnemahátíðar í VMA. Kennsla fellur niður í timaparinu 11.25-13.15 og mun nemendafélagið Þórduna hafa yfirumsjón með dagskrá í tilefni dagsins. Í hádeginu verður öllum nemendum skólans og starfsfólki boðið til grillveislu.
Kennsla verður samkvæmt stundaskrá á morgun, fimmtudag, kl. 08.15-11.20 og eftir nýnemahátíðina kl. 13.15-16.10