Fara í efni

Nýnemaferðir þriðjudag og miðvikudag

Frá nýnemaferð í ágúst 2023
Frá nýnemaferð í ágúst 2023

Þriðjudaginn 27. ágúst og miðvikudaginn 28. ágúst verða nýnemaferðir. Nemendahópnum er skipt niður á þessa tvo daga eftir því hjá hvaða umsjónarkennara nemendur eru. Upplýsingar um umsjónarakennara má finna í Innu. 
Hafa ber í huga að nemendur komi klæddir eftir veðri. Við verðum á stað þar sem hægt er að fara í vatn og út á báta þannig að oftar en ekki eru töluvert margir sem hafa ekkert á móti því að sulla og blotna. Því er gott að hafa með aukaföt eða sundföt, vaðskó og handklæði.
Markmið ferðarinnar er að kynnast innan nýnemahópsins og er þessi dagur einn af þessum skemmtilegum dögum sem nemendur muna eftir og ný vinasambönd verða til.
Boðið verður upp á grillaðan hamborgara og einn drykk með en þau sem þurfa meira taki með sér nesti. 
Nemendur hitta sína umsjónarkennara samkvæmt tölvupósti sem hver og einn nemandi fær frá sínum umsjónarkennara. Nemendur mæta kl. 8.30 í skólann og lagt er af stað í rútum frá skólanum um kl. 9. Við gerum ráð fyrir því að vera komin til baka á Akureyri um kl. 14.30/15.00

Nemendur mæta samkvæmt stundatöflu þann dag sem þeir eru ekki í nýnemaferð. Þann dag sem nemendur verða í nýnemaferðinni verða þeir skráðir í leyfi. Með í nýnemaferðunum verða fulltrúar frá nemendafélaginu Þórdunu sem munu sjá um að halda uppi fjörinu með nýnemahópnum. 
Allir verða að taka með góða skapið og keppnisskapið því boðið verður upp á ýmsar þrautir sem gefa stig. Það lið sem fær flest stig vinnur og fær verðlaun.

Þriðjudagur 27. ágúst
Skammstöfun þeirra umsjónarkennara sem fara þriðjdaginn 27. ágúst: JHÞ, DLA, HAF, BTÓ, HFR, BBE, AIJ, SFS, HBB og ÍRA

Miðvikudagur 28. ágúst
Skammstöfun þeirra umsjónarkennara sem fara miðvikudaginn 28. ágúst:  BÍN, HRS, JBS, BJÖ, SHF, ÍAR

Ef spurningar vakna, hafið þá samband við umsjónarkennara.

Góða skemmtun!

Sigríður Huld, skólameistari VMA