Nytjamarkaður í Gryfjunni í dag
23.03.2017
Í dag var efnt til nytjamarkaðar í Gryfjunni þar sem til sölu voru ýmsir notaðir hlutir sem bæði nemendur og starfsmenn skólans komu með til þess að selja. Að tillögu nemendafélagsins Þórdunu var ákveðið að allur ágóði af sölunni skyldi renna til Aflsins – samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Þessar myndir voru teknar við upphaf markaðarins í dag. Á boðstólum voru bækur, fatnaður, skór, skartgripir, geisladiskar, DVD-myndir og fjölmargt fleira.