Fara í efni

Óbreytt fyrirkomulag á kennslu í VMA

-English below-

Eins og flestir hafa vafalaust tekið eftir í fréttum þá hefur Covid-smitum í samfélaginu fjölgað síðustu daga. Fjölgun smita er mest á höfuðborgarsvæðinu og mun fjölgunin hafa áhrif á skólastarf næstu viku eða vikur. Áhrifin verða þó meiri á höfuðborgarsvæðinu en hér hjá okkur. 

Í VMA  verður kennsla óbreytt og samkvæmt núverandi stundatöflu eins og verið hefur fyrir utan að nú verða strangari kröfur um sótthreinsun og sóttvarnir ásamt því að andlitsgrímur verða valkvæðar bæði hjá nemendum og kennurum. Við förum af stað í vikuna með þessum aðgerðum en á Covid-tímum geta hlutirnir breyst hratt og með litlum fyrirvara.  

Sóttvarnalæknir hefur sagt að það hafi ekki orðið breytingar á auglýstum sóttvörnum eða takmörkunum. Sóttvarnareglur í VMA eru því óbreyttar að öðru leyti en því að notkun andlitsgríma verður valkvæð. Þeir nemendur sem hafa sjálfir aðgang að andlitsgrímum og eiga fjölnota grímur eru hvattir til að koma með þær í skólann.  

Á heimasíðu landlæknis eru góðar leiðbeiningar varðandi grímunotkun

Á Covid-tímum geta hlutirnir breytst hratt og við verðum að vera viðbúin því að þurfa að bregðast við með frekari takmörkunum ef svo ber undir. Sem fyrr eru það boðorðin um persónulegar sóttvarnir sem skipta lang mestu máli; handþvottur, sprittun og 1-2 metra reglan. ALLS EKKI koma með kvef- eða flensueinkenni í skólann og hafið samband við heilsugæsluna ef þið finnið fyrir einkennum. Jafnframt eru góðar upplýsingar inn á heilsuvera.is og covid.is

Nemendur eru beðnir um að vera ekki í skólanum nema þeir eigi að vera í tíma. Bókasafnið er aðeins fyrir þá nemendur sem þurfa að sinna námi sínu en hafa ekki hafa tök á því að fara heim til sín á milli kennslustunda. Mjög strangt verður tekið á allri hópamyndun í skólanum. 

Ef nemendur treysta sér ekki í skólann í þessum aðstæðum þá hikið ekki við að hafa samband við skrifstofu skólans eða sviðsstjóra. 

English

In the last few days there has been a growing number of Covid-19 cases in Iceland. That will have some impact on our daily life at VMA. Still there will be no changes in how and when students attend school. We have the same timetable we have had from the beginning and the same rules apply as before. In addition to our rules, students and teachers have the option of wearing  face-masks during lessons. If a student wants to wear a mask, the school can provide it but students can also bring their own masks to school. 

Keep up your personal hygiene. The most important thing to do is wash your hands thoroughly and often, use hand sanitizer and avoid close contact with others and keep a 1-2 metre distance. DO NOT attend school if you feel sick and/or have some flu-like symptoms , e.g.dry cough, fever, diarrhea or other typical flu symptoms.   

If you feel sick, contact your health care provider - HSN or Heilsuvera.is 

Further information in English and a few other languages regarding Covid-19 can be found on the covid.is webpage

If you feel uncomfortable about attending school, you can contact the school office tel. 464-0300 or via email, vma@vma.is.

Sigríður Huld Jónsdóttir

Principal VMA