Fara í efni

Öryggisæfing í VMA

Beðið átekta utan skólans á öryggisæfingu.
Beðið átekta utan skólans á öryggisæfingu.

Klukkan 10:30 í dag var bruna- og öryggiskerfi skólans sett í gang. Með þessu var æfð rýming skólans, að nemendur og starfsfólk færu fumlaust út úr byggingunni, og um leið hvort öryggiskerfið virkaði eins og það á að virka. Æfingin tók ríflega fimm mínútur.

Helga Jónasdóttir, aðstoðarskólameistari, sem hafði yfirumsjón með æfingunni, segir hana hafa gengið mjög vel. Rýmingin hafi gengið fumlaust og hratt fyrir sig. Hins vegar hafi komið í ljós að einn brunaboðanna í skólanum virkaði ekki. Slíkri æfingu sé einmitt ætlað að leiða slíka vankanta og bilanir í ljós.

Helga segir að slíkar reglulegar öryggisæfingar séu nauðsynlegar og miðað sé við að halda hana á hverju skólaári.

Hér eru nokkrar myndir sem voru teknar af nemendum og starfsfólki sem yfirgáfu skólann og biðu átekta vestan og norðan skólans.