Öskudagurinn í VMA
22.02.2023
Öskudagurinn var að sjálfsögðu haldinn hátíðlegur í VMA. Kynjaverur í hópi nemenda og kennara sáust á ferli. Að vísu var óvenju fátt um nemendur í skólanum enda námsmatsdagur og því ekki venjubundinn kennsludagur. En skólinn fékk ánægjulegar heimsóknir barna eins og vera ber á þessum einum af stærstu hátíðisdögum ungu kynslóðarinnar á ári hverju.
Hilmar Friðjónsson kennari var eins og oft áður með myndavélina á lofti í skólanum í dag. Hér eru nokkrar öskudagsmyndir Hilmars sem hann tók í VMA í dag.