Öskudagurinn tekinn með stæl!
05.03.2025
Eins og vera ber í höfuðstað öskudagsins á Íslandi - Akureyri - var dagurinn tekinn með stæl í VMA. Nokkrir starfsmenn og nemendur mættu uppáklæddir í skólann í tilefni dagsins.
Á morgun, fimmtudag, og föstudag eru nemendur og starfsfólk í vetrarfríi. Næstkomandi mánudagur er námsmatsdagur og á þriðjudag er nemendalaus dagur - sjá nánar hér í skóladagatali. Kennsla hefst síðan aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 12. mars.