Fara í efni

Páll Óskar í heimsókn í VMA

Að vanda var Páll Óskar hress og skemmtilegur í heimsókn sinni í VMA í dag.
Að vanda var Páll Óskar hress og skemmtilegur í heimsókn sinni í VMA í dag.

Það kom heldur betur góður gestur í VMA - nánar tiltekið á sérnámsbraut skólans. Enginn annar en poppstjarnan vinsæla Páll Óskar Hjálmtýsson! Hann hélt uppi taumlausu stuði á jólaballi Þórdunu á Græna hattinum í gærkvöld og flýgur aftur til síns heima í Reykjavík núna um hádegisbil. En áður en Páll Óskar fór fram á Akureyrarflugvöll gaf hann sér tíma til þess að koma við í VMA og hitta nemendur á sérnámsbraut skólans, þar sem hann bauð nemendum að stilla sér upp með þeim til myndatöku og einnig áritaði hann myndir af sér og gaf nemendum.

Sannarlega frábært að fá Pál Óskar í heimsókn og er óhætt að segja að bæði nemendur og starfsmenn hafi notið stundarinnar með honum.

Bestu þakkir Páll Óskar fyrir skemmtilega og gefandi heimsókn!