Punktar frá fundi með foreldrum
25.02.2025
Í dag kl. 17 var haldinn fundur með foreldrum nemenda í VMA þar sem skólameistari fór yfir ýmsa þætti í skólastarfinu nú þegar verkfall er hafið.
Hér eru helstu punktar af fundinum:
- Fulltrúar í samningsnefndum deiluaðila hafa verið á fundi hjá sáttasemjara frá því kl. 15 í dag og vonandi skilar sá fundur árangri.
- Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með fréttum og upplýsingar um upphaf skólastarfs á ný verðar settar á heimasíðuna þegar samningar nást. Gera má ráð fyrir því að skólastarf hefjist daginn eftir að samningar nást. Það sem verður sett á heimasíðu skólans er það sem ganga á útfrá.
- Dragist verkfall á langinn getur það haft áhrif á skóladagatalið ef vinna þarf upp tapaðan tíma. Sem dæmi þá gæti orðið kennsla á "rauðum dögum" og á laugardögum.
- Fjallað var um starfsemi sem er í skólanum á meðan verkfalli stendur t.d. starfsemi á bókasafni, viðvera hjúkrunarfræðings og FabLab er opið. Sjá nánar í frétt á heimasíðunni.
- Foreldrar hvattir til að ræða um námið við börn sín, skoða námsáætlanir í Innu, vinna verkefni sem hægt er að vinna og undirbúa sig sem best fyrir það sem þarf að vinna upp.
- Hvetja nemendur til að halda í alla rútínu, hafa reglu á svefni og hafa hreyfingu inn í dagskrá dagsins. Þá er mikilvægt að hitta vini sína og halda í félagslega rútínu.
- Formaður nemendafélagsins og viðburðarstjóri sögðu frá því sem er að gerast í félagslífi nemenda en þar er efst á blaði árshátíð sem haldin verður 21. mars og bílaratleikur sem verður næsta fimmtudag. Nánari upplýsingar eru á Instagram síðu nemendafélagsins Þórdunu.
- Á fundinum var rætt um það hvort foreldrar ættu að senda frá sér ályktun þar sem skorað er á deiluaðila að ná samningum náist ekki samningar eftir fundinn í dag. Þau sem vilja taka þátt í að semja ályktun geta sett sig í samband við Þorbjörgu Ólafsdóttur thorbjorg@akmennt.is eða til skólameistara sigridur.h.jonsdottir@vma.is
- Á fundinn skráðu sig 80 manns sem er frábær mæting. Takk öll fyrir góða mætingu.
- Hér eru glærur sem skólameistari fór yfir.