Rætt um listakonuna í Fjörunni í þriðjudagsfyrirlestri
Elísabet Ásgrímsdóttir heldur fyrirlestur í dag, þriðjudaginn 3. mars, kl. 17 í Ketilhúsinu sem hún nefnir Listakonan í Fjörunni.
Í fyrirlestri sínum skoðar Elísabet feril ömmu sinnar og nöfnu, Elísabetar Geirmundsdóttur, sem var fjölhæf alþýðulistakona. Hún er ef til vill þekktust fyrir höggmyndir sínar en hún málaði einnig, teknaði, myndskreytti bækur, hannaði hús og merki og samdi ljóð og lög. Yfirlitssýning á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur hefur staðið í Listasafninu síðan 10. janúar en henni lýkur næstkomandi sunnudag, 8. mars.
Elísabet Ásgrímsdóttir hefur fengist við myndlist til fjölda ára og útskrifast í vor úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri.
Fyrirlesturinn er í röð svokallaðra þriðjudagsfyrirlestra sem efnt er til á þriðjudagseftirmiðdögum í Ketilhúsinu á vegum listnámsbrautar VMA, Listasafnsins á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri.
Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn og eru allir velkomnir.