Rafeindavirkjar og rafvirkjar fengu afhent sveinsbréf sín
Á dögunum afhentu fulltrúar sveinsprófsnefndar fjórtán nýsveinum sveinsbréf sín við athöfn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Um var að ræða fjóra rafeindavirkja og tíu rafvirkja.
Rafeindavirkjarnir tóku sveinspróf sín í desember sl. en rafvirkjarnir í febrúar sl. Stór hluti þessa hóps nýsveina tók nám sitt í VMA.
Nýsveinarnir í rafeindavirkjun eru: Bjarki Guðjónsson, Jóhannes Stefánsson, Skafti Þór Hannesson McClure og Rúnar Vestmann.
Nýsveinarnir í rafvirkjun eru: Andri Björn Sveinsson, Birkir Snær Stefánsson, Einar Gunnlaugsson, Elvar Magnússon, Hákon Ingi Stefánsson, Joáo Filipe Mira Gouveia, Lilja Hólm Jóhannsdóttir, Pétur Gunnarsson, Róbert Andri Steingrímsson og Tryggvi Steinn Sigfússon.
Einn úr hópi rafeindavirkja, Jóhannes Stefánsson, fékk viðurkenningu fyrir hæstu einkunn yfir landið í bæði bóklega og verklega hluta sveinsprófsins. Jóhannes brautskráðist sem rafeindavirki í desember sl. og fékk þá viðurkenningar fyrir bestan árangur á sveinsprófi, bestan námsárangur í faggreinum í rafeindavirkjun og fyrir að vera dúx skólans.