Rafmennt gaf nemendum vinnubuxur
Rafmennt – fræðslusetur rafiðnaðarins hefur lengi stutt dyggilega við nám í rafiðngreinum í VMA og nemendur sem stunda nám í grunndeild rafiðna. Þetta skólaár er engin undantekning í þeim efnum. Síðastliðinn föstudag kom Þór Pálsson frá Rafmennt í skólann og færði nemendum í grunndeild að gjöf flottar vinnubuxur og voru þessar myndir teknar við það tækifæri.
Haukur Eiríksson, brautarstjóri rafiðnbrautar VMA, vill koma á framfæri þakklæti til Rafmenntar fyrir þá ræktarsemi og stuðning sem Rafmennt sýni með þessum stuðningi við nemendur.
Kennarar í rafiðngreinum og Rafmennt hafa lengi átt í góðu samstarfi um gerð kennsluefnis. Meðal annars hefur Rafmennt unnið að því að þýða og staðfæra app fyrir rafvirkja og einnig er unnið að því, að frumkvæði rafiðnbrautar VMA, að þýða texta apps sem hugsað er til þess að kenna nemendum hugtök í rafiðngreinum yfir m.a. verkfæri og efni.
Síðastliðinn föstudag voru afhent sveinsbréf í Hofi til tólf nýsveina í rafiðngreinum. Þessar myndir voru teknar við það tækifæri.
Árið 2018 varð Rafmennt til við sameiningu Rafiðnaðarskólans og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og voru þannig öll verkefni sem snúa að menntamálum rafiðnaðarmanna, frá upphafi náms til loka meistaraskóla og síðan þeirrar endurmenntunar sem félagsmenn þurfa stöðugt að vera að nýta sér, færð í eitt félag. Rafmennt er í jafnri eign Rafiðnaðarsamband Íslands) og Samtak rafverktaka.