Rafvirkjun fyrir vélfræðinga og rafeindavirkja á vorönn 2024
20.11.2023
Á vorönn 2024 eru laus nokkur pláss á nám í rafvirkjun fyrir vélfræðinga og rafeindavirkja. Um er að ræða kvöldnám tvær annir vor- og haustönn 2024. Kennt verður mánudaga, þriðjudag og miðvikudaga í kvöldskóla frá kl. 16.
Inntökuskilyrði er að hafa lokið D-réttindum vélstjórnar, eða grunndeild rafiðna fjórar annir + rafeindavirkjun. Námið tekur tvær annir, auk ferilbókar og sveinsprófs, til þess að öðlast starfsréttindi í rafvirkjun.
Umsóknarfrestur er til 6.desember.