Rausnarleg gjöf til rafiðndeildar frá Reykjafelli !
Rafiðndeild barst rausnarleg gjöf að andvirði 750.000 krónur í Instabus búnaði frá Reykjafelli. Instabus eða KNX er forritanlegt raflagnakerfi sem er í auknu mæli notað í íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Með instabus má stýra ljósum, hita, gardínum, loftræsingu, hljóðbúnaði og fleira. Að setja upp senur sem stýra mörgum ljósum, gluggum og gardínum með einum hnapp er mjög vinsælt hjá notendum. Með instabus má einnig ná fram miklum sparnaði í orkunotkun með sjálfvirkum hætti. Það nýjasta kerfinu er skjámyndastýring með spjaldtölvum t.d. Ipad. Nemendur í rafvirkjun og rafeindavirkjun læra að hanna, tengja og forrita þessi kerfi.
Skólinn þakkar fyrir þessa höfðinglegu gjöf og ljóst er að hún munu koma sér mjög vel við kennslu.
Á myndinni eru Óskar Ingi, Hjalti Jón, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson frá Reykjafelli og Davíð Ingi
Frábær búnaður !