Ritlistasmiðja Ungskálda í VMA - skráning til 13. október
Þá er komið að árlegri ritlistasmiðju Ungskálda. Hún verður haldin í VMA laugardaginn 15. október nk. Leiðbeinendur að þessu sinni verða leikarinn og rithöfundurinn Gunnar Helgason og Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur. Ritlistasmiðjan er opin öll ungu fólki á aldrinum 16-25 ára sem hefur áhuga á ritlist. Skráningarfrestur er til 13. október nk. Hér er hægt að skrá sig.
Dagskrá ritlistasmiðju Ungskálda þann 15. október verður sem hér segir:
Kl. 09.50-10.00 Mæting í VMA
Kl. 10.00-12.30 Gunnar Helgason, smiðja og vinnustofa
Kl. 12.30-13.00 Hádegishlé, hádegismatur í boði Ungskálda
Kl. 13.00-15.30 Kamilla Einarsdóttir, smiðja og vinnustofa
Kl. 15.30 Ritlistasmiðju lýkur.
Eins og mörg undanfarin ár verður samhliða ritlistasmiðjunni efnt til ritlistasamkeppni Ungskálda og verða peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Engar takmarkanir eru á efnistökum eða lengd efnis en textinn þarf að vera á íslensku og gerð er krafa um frumsamið hugverk. Ekki er skilyrði fyrir þátttöku í ritlistasamkeppninni að hafa tekið þátt í ritlistasmiðjunni eða öfugt. Lokafrestur til að senda inn efni í ritlistakeppnina er 16. nóvember nk.
Þá er þess að geta að 6. desember nk. veðrur ritlistakvöld Ungskálda þar sem gefst tækifæri fyrir unga og upprennandi höfunda að kynna verk sín. Úrslitin í ritlistakeppninni 2022 verða síðan kynnt 8. desember.
Í nefnd Ungskálda eru fulltrúar frá Akureyrarstofu, VMA, MA, Ungmennahúsinu í Rósenborg og Amtbókasafninu. Verkefnið nýtur stuðnings Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra og Akureyrarbæjar.