RSÍ og SART gáfu nemendum í grunndeild rafiðna spjaldtölvur
01.11.2018
Á dögunum komu fulltrúar Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) og Samtaka rafverktaka (SART) í VMA og færðu 35 nemendum í grunndeild rafiðna spjaldtölvur af gerðinni Samsung að gjöf. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Rafiðnaðarsambandið og SART gefa nemendum í rafiðngreinum spjaldtölvur, slíkt hefur verið árlegur viðburður undanfarin ár.
Þessar gjafir undirstrika áherslu rafiðngreina á rafrænar upplýsingar en mikið af kennsluefni í rafiðngreinum er aðgengilegt á vefnum www.rafbok.is og var Bára Halldórsdóttir, verkefnastjóri Rafbókar hjá Rafmennt, einmitt ein þeirra sem afhentu VMA-nemum spjaldtölvurnar.
VMA færir Rafiðnaðarsambandinu og SART innilegar þakkir fyrir spjaldtölvurnar og góðan stuðning við nám í rafiðngreinum í VMA.