Rýnt í eiginleika landslags og arkitektúrs
21.02.2017
Í dag, þriðjudaginn 21. febrúar, kl. 17-17.40, halda þýsku listamennirnir Immo Eyser og Katinka Theis, þriðjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu. Yfirskrift fyrirlestursins er Various Forms of Spatial Perception. Í fyrirlestrinum munu þau ræða um listsköpun sína sem m.a. rýnir í eiginleika landslags og arkitektúrs í gegnum collage-myndir, innsetningar og vídeóverk.
Katinka Theis (f. 1975) stundaði listnám við Alanus lista- og félagsfræðiháskólann í Bonn og kláraði mastersgráðu frá Weissensee listaskólanum. Immo Eyser (f. 1969) lagði stund á listnám og menningarkennslu við Alanus lista- og félagsfræðiháskólann í Bonn. Auk þess að vera vídeólistamaður kennir hann í listasmiðjum í Berlín. Þau búa bæði og starfa í Berlín.
Aðgangur er ókeypis.