Samstaða gegn kynferðisofbeldi
06.10.2022
Í dag komu nemendur og starfsmenn í VMA saman í Gryfjunni til að sýna þolendum kynferðisofbeldis og -áreitis í framhaldsskólum landsins samstöðu. Boðað var til fundarins í Gryfjunni kl. 11 í dag og síðan fór hópur nemenda úr skólanum niður í Lystigarð þar sem haldinn var samstöðufundur með nemendum og starfsfólki úr MA. Nemendur úr bæði VMA og MA fluttu ávörp og lifandi tónlist var flutt.
Hér eru myndir úr Lystigarðinum sem Hilmar Friðjónsson og Steinunn Ósk Ólafsdóttir tóku.