Sextán þreyttu sveinspróf í rafeindavirkjun
Í þessari viku – frá mánudegi til miðvikudags - hafa sextán nemendur þreytt sveinspróf í rafeindavirkjun. Nemendur tóku próf í fjarskiptatækni, fagteikningu, nettækni og miðlun, rafeindabúnaði og mælingum, stafrænni tækni og sjálfvirkni og rafeindavélfræði (mekatrónik).
Fimm manna sveinsprófsnefnd var í VMA í vikunni oglagði mat á verkefni og úrlausnir nemenda, bæði bóklegar og verklegar. Haldin voru þrjú bókleg próf og eitt verklegt teiknipróf. En stærst var smíðaverkefni sem nemendur hafa unnið að alla önnina. Um verkefnin skiluðu nemendur skýrslum og gerðu sveinsprófsnefnd grein fyrir þeim.
Nám í rafeindavirkjun í VMA er þrjár annir, að undangengnu fjögurra anna námi í grunndeild rafiðna. Nemendur hefja nám að hausti og ljúka því með brautskráningu í lok haustannar. Sá nemendahópur sem nú er að ljúka námi sínu í rafeindavirkjun brautskráist frá VMA í næstu viku. Nýr námshópur í rafeindavirkjun verður síðan tekinn inn næsta haust.