Kennaraskipti - heimsókn til Gautaborgar
25.10.2017
Dagana 18.- 21. september fóru Kristín Árnadóttir og Snorri Björnsson, kennarar úr íslenskudeild, í heimsókn til Gautaborgar. Þar fóru heimsóttu þau skólana International High School of Gothenburg Region og Elitidrottsgymnasiet Katrinelund og héldu þar fyrirlestra um íslenska tungu, menningu, tónlist, íþróttir o. fl. Auk þess svöruðu þau spurningum nemenda um sitt hvað sem varðar land og þjóð.
Því til viðbótar ræddi Kristín um glæpasöguna Mýrin við nemendur sem voru að lesa hana og sýndi brot úr kvikmyndinni.
Einnig sátu þau í mat/kaffi með rektorum beggja skóla og svöruðu ýmsum spurningum um íslenskt skólakerfi, laun kennara og önnur sameiginleg vandamál.