Síðasti kennsludagur – próf framundan
Í dag er síðasti kennsludagur vorannar og framundan eru próf, raunar eru fyrstu prófin strax á morgun.
Önnin hefur vissulega verið með öðrum hætti en lagt var upp með við upphaf hennar í janúar, vegna þriggja vikna kennaraverkfalls. Með því að allir lögðust á eitt, bæði kennarar og nemendur, hefur tekist að ljúka önninni eins vel og unnt var við þessar breyttu aðstæður. Kennslu lýkur nokkrum döguum síðar en upphaflega var gert ráð fyrir og þannig hefur verið unnt, til viðbótar við að kenna á þriðjudag eftir páskafrí og á sumardaginn fyrsta, að ná til baka um þriðjungi af þeim kennslutíma sem tapaðist í kennaraverkfallinu.
En nú er sem sagt kennslu að ljúka og við taka prófin. Prófatafla vorannar í dagskóla er hér og próftafla fjarnáms er hér.