Síðustu sýningar á Lísu í Undralandi í kvöld og á morgun
Síðustu sýningar verða á Lísu í Undralandi, í uppsetningu Leikfélags VMA, verða um helgina, nánar tiltekið í dag, föstudaginn 25. mars, kl. 18:00, og á morgun kl. 15:00. Sýningarnar verða í Gryfjunni í VMA, gengið inn um austurinngang skólans. Það skal undirstrikað að þetta verða síðustu sýningar á leikritinu og því er eins gott að grípa gæsina og sjá bráðskemmtilega sýningu.
Hér er hlekkur á miðasölu á sýningarnar. Ath. að hægt er að í gegnum miðasölukerfið eru miðarnir pantaðir og þeir teknar frá en greiðsla fyrir þá er við innganginn.
Lísa í Undralandi var frumsýnd fyrstu helgina í mars og þá voru tvær sýningar á verkinu. Áætlað hafði verið að hafa tvær seinni sýningarnar um helgina 11.-13. mars en af því gat ekki orðið vegna kóvidsmita í leikhópnum. En nú eru sem betur fer allir orðnir frískir og til í slaginn og því skal nú blásið til tveggja seinni sýninga á verkinu, í kvöld og á morgun, sem fyrr segir.