Sjónum beint að gerð tölvuleikja í þriðjudagsfyrirlestri
23.10.2018
Jóhannes G. Þorsteinsson, tölvuleikja- og hljóðhönnuður, heldur þriðjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu í dag kl. 17. Fyrirlestraröðin er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, VMA, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins. Aðgangur er ókeypis.
Jóhannes G. Þorsteinsson er sjálfstætt starfandi tölvuleikja- og hljóðhönnuður. Hann lauk stúdentsprófi af myndlistakjörsviði listnámsbrautar VMA árið 2009 og BA-gráðu í Media Arts, Aesthetics and Narration frá Háskólanum í Skövde 2015.
Í fyrirlestrinum í dag veltir Jóhannes fyrir sér stöðunni í tölvuleikjagerð á Íslandi og hvaða leiðir séu til að stíga sín fyrstu skref í tölvuleikjasmíði.