Sjúkraliðanemar kynntu lokaverkefni
Fastur liður í námi verðandi sjúkraliða í VMA er að vinna lokaverkefni og flytja þau. Síðastliðinn mánudag var slík kynning í Þrúðvangi – sal matvælabrautar – þar sem nemendur gerðu grein fyrir fjölbreyttum verkefnum sem þeir höfðu unnið.
Kynnt voru tíu verkefni, þar af voru fjögur einstaklingsverkefni og sex unnin af tveimur nemendur hvert. Eins og eftirfarandi listi yfir verkefnin gefur til kynna spanna þau vítt svið:
Krabbamein í ristli og endaþarmi – Bóel Rut Karlsdóttir
Hjúkrun vegna legnáms – Bergþóra Heiðbjört Bergþórsdóttir
Hvítblæði – Heiðdís Lóa Ben Pálsdóttir og Kolbrún Svansdóttir
Blöðruhálskirtilskrabbamein – Sunna Líf Jóhannesdóttir og Ingibjörg Ósk Helgadóttir
Þunglyndi – Neil Kenneth Rosento
Parkinson – Kristín Helga Hafþórsdóttir og Thelma María Guðmundsdóttir
Lungnakrabbamein – Perla Dögg Jensdóttir og Hulda Pálsdóttir
Sykursýki – Diabetes Melletus – Guðmunda Laufey Hansen og Rakel Anna Knappett
Bara meira til að elska (um offitu) – Lydía Rós Björnsdóttir Waage
Ristilkrabbamein – Edda Bára Höskuldsdóttir og Katrín Jónasdóttir