Skemmtikvöld í Gryfjunni í kvöld
Í kvöld, fimmtudaginn 14. september, kl. 20-23, stendur nemendafélagið Þórduna fyrir skemmtikvöldi í Gryfjunni. Skemmtikvöldið kemur í stað konu- og karlakvölda sem boðið hefur verið upp á undanfarna vetur og samanstendur dagskrá kvöldsins að nokkru leyti af því sem hefur verið boðið upp á á þeim kvöldum. Bílar, vélsleðar og hjól verða á staðnum, sölukynningar verða á fötum, í boði verður pizza og gos og farið í leiki. Aðgangseyrir kr. 1000.
Grínistarnir Björn Bragi Arnarsson og Saga Garðarsdóttir stýra samkomunni og ef að líkur lætur eiga þau auðvelt með að kitla hláturtaugar viðstaddra.
Af öðru sem er þessa dagana í gangi í félagslífinu má nefna að Pétur Guðjónsson er með leiklistarnámskeið á þriðjudögum kl. 16:15-18:00 í M-01, fram til 10.október. Námskeiðið er fyrir Þórdunufélaga og er það þeim endurgjaldslaust. Á námskeiðinu leggur Pétur áherslu á framsögn, tjáningu, innihald leiksins og ánægjuna af því að taka þátt. Farið er í æfingar, leiki og spuna. Námskeiðið er fyrir bæði byrjendur og lengra komna og er vissulega góður grunnur fyrir prufurnar fyrir leikrit vetrarins, Ávaxtakörfuna, sem verða þann 10.október nk. Nánar um það síðar