Skemmtilegt samstarf VMA og Félags eldri borgara á Akureyri
Í síðustu viku var efnt til skemmtilegs samstarfs Félags eldri borgara á Akureyri og VMA þegar nemendur í skólanum tóku að sér að miðla tölvuþekkingu sinni til þeirra eldri sem komu í skólann í þeim tilgangi að læra á snallsímana og fartölvur. Með sanni má segja að síminn og tölvan hafi brúað kynslóðabilið og höfðu allir mikla ánægju af, ungir jafnt sem þeir eldri.
Tölvukennararnir eru nemendur hjá Valgerði Dögg Oddudóttur Jónsdóttur í mannréttindaáfanga í félagsfræði og miðluðu þeir þekkingu sinni á fjölbreyttum heimi snjallsíma og tölva, m.a. voru skoðuð myndforrit, excel töflureiknirinn og ýmislegt fleira.
Allire voru glaðir með þetta skemmtilega samstarf og verður boðið upp á annan slíkan tíma í samstarfi VMA og Félags eldri borgara 27. nóvember nk.