Skemmtilegt samvinnuverkefni
Nemendur á fjórðu önn í byggingadeildinni hafa í vetur unnið að því að byggja sumarbústað og miðar því verki vel. Bygging bústaðarins er ekki aðeins lærdómsrík fyrir verðandi húsasmiði heldur einnig bæði verðandi rafvirkja og pípulagningamenn því nemendur á báðum brautum leggja verkinu lið og sjá um annars vegar raflagnir og hins vegar pípulagnir. Óhætt er því að segja að um sé að ræða skemmtilegt samvinnuverkefni.
Bústaðurinn sem nemendurnir eru nú að byggja er um 50 fermetrar að grunnfleti og kemur til með að verða að stærstum hluta samskonar og bústaður sem annars árs nemar í byggingadeild smíðuðu veturinn 2015-2016. Þó verður þakið á þessum bústað lengra og myndar skjól yfir verönd hússins.
Veggir hússins voru reistir í október sl. – eins og hér sést - og síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið. Eins og sjá má á þessum myndum eru raflagnirnar komnar á sinn stað og sömuleiðis vatnslagnir fyrir bæði salerni og eldhúskrók. Húsasmíðanemarnir eru þessa dagana að klæða húsið bæði að innan og utan. Húsið er því smám saman á sig mynd og breytist frá degi til dags.
Og áður en önninni lýkur í maí hefur heilmikið bæst við, eins og vera ber. Eins og venja er til verður sumarbústaðurinn auglýstur til sölu.