Skiptifataslá á C-gangi
16.10.2019
Í anda aukinnar áherslu á að nýta hlutina betur, þar á meðal föt, hefur verið sett upp svokölluð skiptifataslá í C-álmu í VMA - fyrir framan kennslurými í hársnyrtiiðn. Það var einmitt Hildur Salína Ævarsdóttir, kennari í hársnyrtiiðn, sem ýtti þessu framtaki úr vör.
Eins og má sjá á upplýsingaspjaldi á vegg yfir skiptifataslánni getur allir í VMA, nemendur og starfsmenn, komið með föt og hengt á slána og tekið aðra flík í staðinn. Skilyrði er að fötin séu hrein og heil.
Rétt er að ítreka að þetta þarf að virka í báðar áttir, þeir sem taka flíkur af slánni verða að koma með aðrar í staðinn. Þess vegna er sláin kölluð skiptifataslá, svo einfalt er það.