Skipulag kennslu í VMA - eftir brautum
Skipulag kennslu í VMA verður með eftirfarandi hætti frá og með 6. október 2020.
- Flestir áfangar í iðn,- list- og starfsnámi eru kenndir samkvæmt stundatöflu í staðnámi. Flestir bóklegir áfangar eru kenndir í fjarnámi og eiga nemendur að fá upplýsingar frá kennurum um skipulag hvers áfanga. Kennarar skipuleggja fjarkennslu áfanga út frá stundatöflu.
Stúdentsprófsbrautir
-
Félags- og hugvísindabraut - allir áfangar í fjarkennslu
-
Fjölgreinabraut - allir bóknámsáfangar í fjarkennslu
-
Íþrótta- og lýðheilsubraut - allir bóknámsáfangar, þ.m.t. íþróttafræði, í fjarnám. Íþróttagreinar (ÍÞRG) samkvæmt upplýsingum frá kennara.
-
Listnámsbrautir - fagbóklegar greinar í fjarkennslu, svo sem LISA og FEMA auk HÖTE2PH.
Verklegar greinar í staðnámi, að mestu samkvæmt stundatöflu; LIME, HÖTE3VE, HÖTE3ÞV, SJÓN1TF/LF, MYNL2FF, MYNL3MÁ, MYNL2LJ, MYNL2SK, MYNL3MS.
Nánari upplýsingar munu berast frá kennurum, brautarstjórum og sviðsstjóra. -
Náttúruvísindabraut - allir áfangar í fjarkennslu
-
Viðskipta- og hagfræðibraut - allir áfangar í fjarkennslu
Brautabrú og starfsbraut
-
Starfsbraut 3 - kennsla samkvæmt stundaskrá
-
Starfsbraut STB - Starfsbraut STB - Verknámsáfanginn NÁSS1ST06S fellur niður í kennslu á meðan ástandið er eins og það er. Önnur kennsla er samkvæmt stundaskrá en með breyttu stofu fyrirkomulagi.
-
Brautabrú - Nemendur á brautabrú mæta í kennslustundir í VMA á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá 8:15-10:45. Umsjónarnemendur Valgerðar mæta í B04 og umsjónarnemendur Jóhanns mæta í C04. Nemendur fá einn tíma á viku í NÁSS1SÖ06 en einnig lífsleikni og stuðningstíma í kjarnagreinum. Allir bóklegir áfangar fara í fjarnám og því er mikilvægt að nemendur mæti í stuðningstíma og fái aðstoð.
Iðnnám og starfsnám
-
Bifvélavirkjun - kennt samkvæmt stundatöflu í VMA og upplýsingum frá kennara
-
Matvælabraut - Faggreinar og verklegt kennt samkvæmt stundatöflu í VMA. Almennar greinar í fjarnámi.
-
Málmiðnir - grunndeild. Verklegt nám samkvæmt stundaskrá í VMA. Faggreinar og almennar greinar í fjarnámi, þ.m.t. grunnteikning.
-
Hársnyrtiiðn - Verklegt nám samkvæmt stundatöflu. Bóklegt nám í fjarkennslu.
-
Húsasmíði og grunndeild bygg - Verklegt nám samkvæmt stundatöflu, flestar faggreinar og almennar greinar í fjarnámi, þ.m.t. grunnteikning. Efnisfræði og framkvæmdir og vinnuvernd samkvæmt upplýsingum frá kennurum.
-
Sjúkraliðabraut - Faggreinar og hjúkrun samkvæmt stundatöflu svo sem HJÚK, HJVG, SJÚK, SASK og LÍOL.
Almennar greinar í fjarnám auk SÝKL, LYFJ og HBFR. -
Rafeindavirkjun - samkvæmt stundatöflu
-
Rafvirkjun og grunndeild rafiðna - verklegt nám samkvæmt stundatöflu en faggreinar á fimmtu og sjöundu önn að einhverju leyti í fjarnám samkvæmt upplýsingum frá kennurum.
-
Vélstjórn - Verklegar greinar og faggreinar samkvæmt stundatöflu í VMA en hluti af fagbóklegu í fjarnámi samkvæmt upplýsingum frá kennurum.
Vakin er athygli á því að námsmatsdagur verður miðvikudaginn 7. október eins og gert var ráð fyrir í skipulagi. Þann dag er engin kennsla en kennarar geta kallað nemendur til sín varðandi námsmat.
Þetta skipulag getur tekið breytingum í samræmi við breyttar sóttvarnarreglur á hverjum tíma. Áhersla er á eins mikið staðnám og hægt er miðað við þær reglur sem gilda.
Munið að við erum öll almannavarnir - persónulegar sóttvarnir skipta mestu máli.
Skólameistari