Skipulagsfundur í Oppdal - Win-Win
Jóhann Gunnar Jóhannsson og Ólafur Björnsson sátu, dagana 15.-17. nóvember, skipulagsfund fyrir verkefnið „Win - Win“ (Vinn - vinn á skandinavísku) í Oppdal í Noregi. Markmið verkefnisins er að bæta lýðheilsu í nærumhverfinu með auknu samstarfi milli lýðheilsu- og eða íþróttabrautir skólanna og annara aðila í nærsamfélaginu. Verkefnið gengur út á að fara með nemendahópa í heimsóknir til að upplifa mismunandi aðstæður til hreyfingar og íþróttaiðkunnar. Á fundinum í Oppdal voru skipulagðar heimsóknir skólanna, en VMA verður fyrstur til að taka á móti nemendum frá Noregi vorið 2018. Í verkefninu er notast við eTwinning sem er verkfæri til fyrir samvinnu og samskipti milli skóla, félaga og einstaklinga. VMA er því orðinn einn af eTwinning skólum á Íslandi.