Skólabyrjun
Nú eru starfsmenn VMA að koma úr sumarfríi og er skrifstofa skólans nú opin frá kl. 8 - 15 alla virka daga. Sviðsstjórar koma til starfa eftir sumarfrí þann 11. ágúst og námsráðgjafar þann 17. ágúst. Innritun í fjarnám er opin á heimasíðu skólans.
Afhending stundataflna fyrir haustönn 2015 verður miðvikudaginn 19. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundatöflu fimmtudaginn 20.
ágúst kl. 8:15.
Stundatöflur verða afhentar í Gryfjunni – aðalsal skólans sem hér segir:
Kl. 09:30 – 10:00 Útskriftarnemar.
Kl. 10:00 – 11:00 Félagsfræðabraut, náttúruvísindabraut og vélstjórnarbraut.
Kl. 11:00 – 12:00 Aðrar brautir.
Kl. 13:00 – 13:30 Nýir og endurinnritaðir nemendur fæddir 1998 og fyrr.
Kl. 13:30 – 14:00 Nýnemar (fæddir 1999 og seinna) sem eru að koma beint úr grunnskóla.
Upplýsingafundur með nýjum og endurinnrituðum nemendum sem fæddir eru 1998 eða fyrr verður miðvikudaginn 19. ágúst kl. 13:30
í M-01. Mjög mikilvægt er að allir mæti.
Nýnemar sem eru að koma beint úr grunnskóla (fæddir 1999 og seinna) eiga að hitta umsjónarkennara sinn í Gryfjunni –
aðalsal skólans kl. 14:00.
Starfsmenn Lostætis verða með matarkort – annarkort til sölu á meðan á töfluafhendingu stendur.
Kynningarfundur verður með foreldrum nýnema kl. 17:00 í M-01.
Skólameistari