Fara í efni

Skólastarf í dag, fimmtudaginn 6. febrúar

Í dag fimmtudaginn 6. febrúar verður skólahald skv. stundaskrá. Fylgst verður náið með veðurspá og veðurmælingum og sem fyrr er fólk beðið um að gæta varúðar og fara varlega. Engar truflanir eru á samgöngum á Akureyri og nágrenni nú þegar þetta er skrifað kl. 12.30. Miðað við veðurspá mun veðrið ganga hratt niður og gert ráð fyrir að rauð viðvörun falli úr gildi kl. 16 á Norðurlandi eystra. Hvetjum nemendur sem eiga um langan veg að fara heim, að bíða frekar af sér veðrið en að fara af stað fyrir kl. 16. Skólinn er opin þannig að nemendur geta verið í húsnæði skólans ef á þarf að halda eitthvað fram eftir degi. 

Nemendur sem hafa um langan veg að fara og meta aðstæður þannig að þau komi ekki í skólann tilkynni fjarvist á Innu og einnig foreldrar nemenda yngri en 18 ára. 

Förum varlega. 

Sigríður Huld, skólameistari VMA