Skráning í lengri próftíma
Nú er haustönnin hálfnuð og undirbúningur vegna jólaprófanna að hefjast. Í Verkmenntaskólanum eru margir nemendur sem glíma við lestrar- og/eða stærðfræðierfiðleika eða aðrar hamlanir sem veita þeim rétt á frávikum við námsmat. Á hverri önn eru yfir 200 nemendur á skrá yfir þá sem gætu nýtt sér slík úrræði. Þessir nemendur sem eiga þennan rétt á lengri próftíma eða öðrum frávikum í jólaprófunum þurfa nú að ganga frá skráningu á sínum óskum um frávik til þess að engin óvissa verði uppi þegar kemur að prófunum. Best er að gera það sem fyrst en í allra síðasta lagi fimmtudaginn 20. október. Skráningin fer fram hjá Emilíu námsráðgjafa. Þeir nemendur sem ekki hafa skilað inn staðfestingargögnum eða eru í vafa um rétt sinn eða þessa framkvæmd þurfa að koma og ræða við Emilíu áður en fresturinn rennur út.
Emilía er með skrifstofu í B-álmu og er með viðtalstíma á mánudögum kl. 11-12, þriðjudaga kl. 10-12 og fimmtudaga kl. 11.30-12.30.
Nánari upplýsingar um námsráðgjöf í VMA er á heimasíðu skólans.
Reglum um sérstök úrræði í lokaprófum
Sækja þarf um þessa þjónustu fyrir hvert próftímabil til námsráðgjafa sem sér um skráningu. Hægt er að sækja um:
- Lengri próftíma (30 mín umfram hefðbundinn prófatíma)
- Prófin lesin inn á Mp3 og þá hægt að hlusta á spurningarnar í prófi
Í mjög sértækum tilvikum er einnig möguleiki að sækja um:
- Stækkað letur á prófblöðum
- Próf á lituðum pappír - nemandi þarf sjálfur að koma með þann pappír sem hann vill nota
- Próftöku í sérstofum
- Munnlegt próf /viðbót