Skráning í lengri próftíma og önnur sérúrræði vegna vorprófa
17.03.2016
Nú er komið að skráningu á lengri próftíma og öðrum sérúrræðum vegna vorprófanna. Þeir nemendur sem hafa skilað greiningargögnum til námsráðgjafa og eiga rétt á lengri próftíma þurfa að ganga frá skráningu í allra síðasta lagi fimmtudaginn 17. mars.
Þeir sem eru á 1. ári þurfa að koma á skrifstofu Emilíu námsráðgjafa í B-álmu en þeir sem eru eldri og þekkja vinnulagið geta skráð beiðni sína á blað (passa að allar umbeðnar upplýsingar komi fram) og sett í póstkassa hennar við austurinnganginn.
Nemendur sem eru óvissir um stöðu sína, hafa ekki skilað inn greiningargögnum en telja sig þurfa á sérúrræðum að halda, þurfa að ræða við Emilíu áður en skráningarfresturinn rennur út.