Skúlptúrar innblásnir af verkum Ásmundar
11.11.2016
Nú eru til sýnis í gluggunum á ganginum í VMA - Gallerí Glugg - skúlptúrar sem nemendur í áfanganum MYNL2SK05 hafa unnið. Skúlptúrarnir eru innblásnir af verkum Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. Kennarar í áfanganum eru Helga Jónasardóttir og Arna Valsdóttir. Tveir hópar unnu skúlptúrana og hefur fyrri hópurinn sýnt afrakstur sinnar vinnu síðustu tvær vikur en nú er komið að síðari hópnum.
Verkin sem nú eru til sýnis eru eftir Alexöndru Guðnýju Berglindi Haraldsdóttur, Sigþór Veigar Magnússon, Mána Bansong Kristinsson, Dagbjörtu Ýri Gísladóttur, Ásu Maríu Skúladóttur, Mjöll Sigurdísi Magnúsdóttur, Maríönnu Ósk Mikaelsdóttur, Eygló Björk og Brynjar Helgason.